Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björn kannast ekki við nein fyrirheit
Miðvikudagur 24. september 2008 kl. 15:38

Björn kannast ekki við nein fyrirheit



„Hver gaf þessi fyrirheit? Hver gaf væntingar um fjáveitingar?“ spyr Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, í Fréttablaðinu í morgun þegar hann var spurður hvort ríkisvaldið hefði staðið við gefin fyrirheit við nýskipan lögreglumála 1. janúar 2007 og hvort fjárframlög hefðu verið í samræmi við þær væntingar. 



Eins og VF hefur greint frá bíða sveitarfélögin í Garði, Vogum og Sandgerði með tilbúna aðstöðu í samræmi við samkomulag sem undirritað var í ársbyrjun 2007. Ekkert bólar hins vegar á mannskap til að manna aðstöðuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í síðustu viku komu fram formleg mótmæli frá bæjaryfirvöldum í Grindavík vegna vanefnda frá Ríkinu um aukna löggæslu í bæjarfélaginu.



Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við Fréttablaðið að afstaða sveitarstjórnarmanna sé skiljanleg, efling löggæslu hefði komið til framkvæmda hefði lögreglan á Suðurnesjum einfaldlega fengið að halda þeim styrk sem sameinuð embætti bjuggu yfir. „Suðurnesjamenn verðskulda aðra framkomu af hálfu dómsmálaráðherra en þessa," hefur Fréttablaðið eftir Jóhanni R. Benediktssyni.



Tengd frétt: Ríkið stendur ekki við samninga

: