Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björk gefur ekki kost á sér á D-listann
Laugardagur 21. mars 2009 kl. 21:22

Björk gefur ekki kost á sér á D-listann

- Vilhjálmur Árnason úr Grindavík tekur sæti Bjarkar

Björg Guðjónsdóttir, einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, gefur ekki kost á sér á framboðslistann en hún hafnaði í 6. sæti í prófkjöri á dögunum. Framboðslistinn var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í dag. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins, www.mbl.is

Bindandi kosning varð í fjögur efstu sætin. Þau skipa Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður, Árni Johnsen þingmaður, Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri á Hvolsvelli og Íris Róbertsdóttir kennari í Vestmannaeyjum.

Kjartan Ólafsson þingmaður féll í prófkjörinu úr öðru sæti í það fimmta og Björk Guðjónsdóttir varð í sjötta sæti en síðast skipaði hún fjórða sæti listans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður Valur Ásbjarnarson, formaður kjördæmisráðsins, segir að Björk hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í sjötta sætið. Kjörstjórn hafi því ákveðið að raða listanum upp á nýtt, frá og með fimmta sæti. Kjartan þáði boð um að halda fimmta sætinu. Í sjötta sætinu verður Vilhjálmur Árnason úr Grindavík en hann hafnaði neðar í prófkjörinu. Grímur Gíslason sem varð í sjöunda sæti gaf ekki kost á sér í það sæti þegar fyrir lá að kjörstjórn myndi færa Vilhjálm upp í sjötta sætið. Ari Thorarensen fangavörður úr Sveitarfélaginu Árborg verður í því sæti.


Kjördæmisráð samþykkti listann á fundi á Selfossi í dag.

www.mbl.is