Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgvin duglegasti ræðumaður Suðurkjördæmis
Föstudagur 20. maí 2005 kl. 09:23

Björgvin duglegasti ræðumaður Suðurkjördæmis

Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, talaði lengst allra þingmanna Suðurkjördæmis á nýafstöðnu þingi, en það kemur fram í samantekt upplýsingadeildar Alþingis.

Björgvin talaði í tæplega 14 og hálfa klukkustund og flutti flestar ræður eða 225. Næstur er Jón Gunnarsson samflokksmaður hans sem talaði í rúmlega 14 klukkustundir og flutti 197 ræður og í þriðja sæti er enn einn Samfylkingarmaðurinn, Lúðvík Bergvinsson,  með 11 og hálfa klukkustund og 158 ræður.

Sjálfstæðismennirnir Kjartan Ólafsson og Guðjón Hjörleifsson dvöldu styst í ræðustól af þingmönnum Suðurkjöræmis en hvor um sig talaði í um 2 klukkustundir. Guðjón flutti ekkert þingmál en Kjartan eitt.

Flest þingmál flutti Margrét Frímannsdóttir Samfylkingunni eða 38, næst flest flutti Magnús Þór Hafseinsson, Frjálslyndum, sem flutti 29 þingmál og þá Björgvin sem flutti 28 þingmál. Í fjórða sæti er landbúnaðarráðherrann Guðni Ágústsson Framsóknarflokki, en hann flutti 21 þingmál.


Björgvin G. Sigurðsson flutti 28 mál (í sumum tilvikum fyrsti flutningsmaður)
225 ræður (14 :23 klst.:mín.)  - 127 þingræður 698 mín. (11.63 klst.) - 98 aths. 165 mín. ( 2.75 klst.)
Meðallengd ræðu 3 mín., þingræðu 5.5 mín., aths. 1.7 mín.

Jón Gunnarsson flutti 10 mál
197 ræður (14:08 klst.:mín.) - 96 þingræður 657 mín. ( 10.95 klst.) - 101 aths. 192 mín. ( 3.20 klst.)
Mðallengd ræðu 4 mín., þingræðu 6.8 mín., aths. 1.9 mín.

Lúðvík Bergvinsson flutti 4 mál
158 ræður (11:24 klst.:mín.) - 68 þingræður 540 mín. ( 9.00 klst.) - 90 aths. 144 mín. ( 2.40 klst.)
Meðallengd ræðu 4 mín., þingræðu 8.0 mín., aths. 1.6 mín.

Magnús Þór Hafsteinsson flutti 29 mál
206 ræður (10:53 klst.:mín.) - 138 þingræður 534 mín. ( 8.90 klst.) - 68 aths. 119 mín. ( 1.98 klst.)
Meðallengd ræðu 3 mín., þingræðu 3.9 mín., aths. 1.8 mín.

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra flutti 21 mál
97 ræður (4:37 klst.:mín.) - 47 þingræður 187 mín. ( 3.12 klst.) - 50 aths. 89 mín. ( 1.48 klst.)
Meðallengd ræðu 3 mín, þingræðu 4.0 mín., aths. 1.8 mín.

Hjálmar Árnason flutti 3 mál
84 ræður (3:34 klst.:mín.) - 49 þingræður 153 mín. ( 2.55 klst.) - 35 aths. 61 mín. ( 1.02 klst.)
Meðallengd ræðu 2 mín., þingræðu 3.1 mín., aths. 1.7 mín.

Drífa Hjartardóttir flutti 7 mál (2 breytingartillögur að auki)
108 ræður (3:21 klst.:mín.) - 54 þingræður 129 mín. ( 2.15 klst.) - 54 aths. 73 mín. ( 1.22 klst.)
Meðallengd ræðu 2 mín., þingræðu 2.4 mín., aths. 1.4 mín.

Margrét Frímannsdóttir flutti 35 mál
70 ræður (2:59 klst.:mín.) - 56 þingræður 161 mín. ( 2.68 klst.) - 14 aths. 18 mín. ( 0.30 klst.)
Meðallengd ræðu 2 mín., þingræðu 2.9 mín., aths. 1.3 mín.

Guðjón Hjörleifsson flutti ekki þingmál á 131. lþ.
55 ræður (2:04 klst.:mín.) - 24 þingræður 92 mín. ( 1.53 klst.) - 31 aths. 32 mín. ( 0.53 klst.)
Meðallengd ræðu 2 mín., þingræðu 3.8 mín., aths. 1.0 mín.

Kjartan Ólafsson flutti 1 mál
59 ræður (2:01 klst.:mín.) - 28 þingræður 77 mín. ( 1.28 klst.) - 31 aths. 43 mín. ( 0.72 klst.)
Meðallengd ræðu 2 mín., þingræðu 2.8 mín., aths. 1.4 mín.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024