Björgunarþyrlurnar komnar aftur frá Afríku
Þrjár björgunarþyrlur varnarliðsins og flestir þeirra 65 liðsmanna björgunarsveitarinnar og annarrar liðssveita varnarliðsins sem sendir voru með þeim til tímabundinna starfa í Sierra Leone og Líberíu sneru aftur til síðastliðinn mánudag.Þyrlurnar voru fluttar utan með skömmum fyrirvara með flutningaflugvél af gerðinni C-5 Galaxy 13 júlí s.l og voru tilbúnar til starfa átta klukkustundum eftir lendingu í Sierra Leone. Þar veitti björgunarsveitin liðsmönnum Bandaríkjahers sem önnuðust mat á ástandinu í Líberíu og sendiráðsstarfsmönnum í Monrovíu aðstoð og flutning og annaðist sjúkraflug á meðan á Afríkudvölinni stóð.
Varnarliðsmennirnir sögðust fegnir að koma heim eftir 50 daga strangt úthald og kvaðst yfirmaður björgunarsveitarinnar, David Duke undirofursti, að sjá þá komna heilu og höldnu til baka.
Varnarliðsmennirnir sögðust fegnir að koma heim eftir 50 daga strangt úthald og kvaðst yfirmaður björgunarsveitarinnar, David Duke undirofursti, að sjá þá komna heilu og höldnu til baka.