Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitir vilja litað bensín fyrir björgunarbátana
Mánudagur 11. júní 2007 kl. 02:35

Björgunarsveitir vilja litað bensín fyrir björgunarbátana

Það gekk mikið á við höfnina í Garði í kvöld þegar björgunarsveitir voru að gera sig klárar í leit á Faxaflóa að tveimur erlendum kajak-ræðurum, sem ekkert hefur spurst til eftir að þeir lögðu upp í siglingu frá Garðskaga til Snæfellsness.
Meirihluti utanborðsmótora á björgunarhraðbátunum eru bensínknúnir. Samtals var komið með um eitt tonn eða 1000 lítra af bensíni í varabirgðir um borð í bátana. Bensínlítrinn kostar rúmar 124 krónur á „venjulegri“ bensínstöð, þannig að björgunarsveitirnar báru í kvöld bensín um borð í bátana fyrir vel á annað hundrað þúsund krónur.

Það var auðheyrt á bryggjunni í Garði að hjá björgunarveitunum er vilji til þess að tekið verði upp kerfi með lituðu bensíni, svipað og er með dísilolíuna. Björgunarsveitir mega nota litaða olíu á bílaflota sinn, en þurfa hins vegar að borga fyrir bensín með öllum gjöldum á bensínknúna utanborðsmótora. „Við styðjum hugmyndir Atlantsolíu í þessum málum“, sagði einn af forsvarsmönnum björgunarsveitanna í samtali við Víkurfréttir í kvöld.

Mynd: Björgunarhraðbátur leggur á Faxaflóann til leitar fyrr í kvöld. Báturinn er drifinn áfram af bensínmótorum og eldsneytið ber skatta sem ætlaðir eru bílum en ekki bátum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024