Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Björgunarsveitir til aðstoðar
Föstudagur 9. desember 2011 kl. 10:22

Björgunarsveitir til aðstoðar

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í nótt til að aðstoða ökumenn þriggja bifreiða sem voru fastar á Suðurstrandarvegi og Krísuvíkurvegi. Suðurstrandarvegur er ófær en hann er ekki kominn inn á áætlun Vegagerðarinnar varðandi snjómokstur, enda var vegurinn opnaður nýlega um einu ári á undan áætlun.

Erlendir ferðamenn voru í tveimur bílanna og var þeim komið til byggða. Þá var björgunarsveitin Ægir í Garði kölluð út í morgun til að aðstoða ökumann bifreiðar sem hafði misst bíl sinn út í ruðninga á Garðvegi, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25