Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitir þurftu að aðstoða ökumenn
Sunnudagur 14. janúar 2007 kl. 10:34

Björgunarsveitir þurftu að aðstoða ökumenn

Í gærkvöld var einn ökumaður staðinn að akstri í Reykjanesbæ án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og annar var staðinn að hraðakstri á Reykjanesbraut. Annars var rólegt á næturvaktinni að sögn lögreglu . Fáir voru á ferli á næturlífinu enda færð afleit.
Einn ökumaður var í nótt kærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis í Grindavík og annar fyrir að aka of hratt á Sandgerðisvegi. Færð fór að þyngjast mjög þegar leið á nóttina á Suðurnesjum og þurfti að kalla út björgunarsveitir í Sandgerði og í Reykjanesbæ til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir í snjósköflum.

Mynd: Mikið fannfergi var í nótt á Suðurnesjum og færð spilltist mjög þegar líða tók á nóttina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024