Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Björgunarsveitir mæta á vaktina kl. 18:00
    Forsíða Víkurfrétta eftir óveðrið 1991.
  • Björgunarsveitir mæta á vaktina kl. 18:00
Mánudagur 7. desember 2015 kl. 13:18

Björgunarsveitir mæta á vaktina kl. 18:00

Björgunarsveitir á Suðurnesjum verða mættar á óverðursvaktina kl. 18:00 í dag. Almannavarnir Suðurnesja utan Grindavíkur funduðu í hádeginu og þar var óskað eftir því að björgunarsveitarfólk á svæðinu verði tilbúið í útköll frá kl. 18.

Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið að undirbúa sig fyrir óveðrið en gert er ráð fyrir veðri eins og því sem gekk yfir í byrjun febrúar 1991. Það er mörgum í fersku minni þó um aldarfjórðungur sé síðan. Þá varð mikið eignatjón á Suðurnesjum.

Mælst er til að fólk sé ekki á ferðinn eftir kl. 17 í dag. Nauðsynlegt er að ganga frá ÖLLUM lausum munum sem geta verið utandyra. Má þar nefna grill, húsgögn, blómapotta, ruslatunnur, eftirvagna og allt sem getur fokið af stað. Líka skal ganga tryggilega frá þeim hlutum sem alltaf hafa verið til friðs. Það snýst ekki eingöngu um að þessir munir skemmist heldur einnig að þeir valdi ekki slysum eða skemmdum. Ávallt skal gæta ítrustu varkárni og ekki tefla í tvísýnu í óveðri við fráganginn.

Veðrið gengur niður í nótt en þá kemur snúður lægðarinnar yfir suðvesturlandið með 5°C og rigningu. Því má búast við miklum vatnselg með morgninum og brýnt að íbúar á suðvesturhorni landsins, a.m.k. frá Borgarnesi að Hvolsvelli, tryggi að vatn eigi greiða leið að og ofan í niðurföll. Á gönguleiðum og bílastæðum má búast við mikilli hálku á svellbunkum á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024