Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Björgunarsveitir leita að Hunter
  • Björgunarsveitir leita að Hunter
Laugardagur 14. júní 2014 kl. 13:38

Björgunarsveitir leita að Hunter

– Tveir flugmiðar frá Icelandair til þess sem finnur hundinn.

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa í gær og í morgun aðstoðað við leitina að bandaríska hundinum Hunter. Hundurinn slapp úr búri á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun þegar verið var að flytja hann á milli flugvéla. Hundurinn hafði komið með flugi frá Bandaríkjunum og var á leið til Svíþjóðar.

Verkefni björgunarsveitanna er að fara um vegarslóða á Miðnesheiði og grennslast þar fyrir um hundinn sem gegnir nafninu Hunter.

Það er til mikils að vinna að finna Hunter því tveimur flugmiðum með Icelandair hefur verið lofað þeim einstaklingi sem nær hundinum og kemur honum til viðeigandi yfirvalda.

Lögreglan á Suðurnesjum stjórnar leitinni og þangað má hringja í síma 420 1800 ef fólk hefur upplýsingar um Hunter og hvar hann er að finna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024