Björgunarsveitir leita að göngufólki við gosið
Nú rétt fyrir klukkan fjögur voru björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins kallaðar út að gosstöðvunum. Þar er nú svarta þoka og leiðinlegt veður og tilkynningar farnar að berast um göngufólk sem hefur villst á leiðinni til og frá gosstöðvunum.
„Við hvetjum fólk til að fylgja ráðleggingum og bíða með ferðar að gosstöðvunum þangað til svæðið opnar aftur,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.