Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast - myndir
Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes höfðu í nógu að snúast í gær. Auk þess að undirbúa komu íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem kom til landsins í nótt, þá fauk þakið af Offiseraklúbbnum á Ásbrú síðdegis í gær.
Tugir fermetra af þakjárni flettust af samkomuhúsinu. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna var langt fram á kvöld að negla niður járn og tryggja það að meira járn myndi ekki fjúka af húsinu.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sinnti einnig útköllum vegna foks og á varð vart við lausamuni á ferð og flugi í Garðinum.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
---
---
---
Video frá aðgerðum björgunarsveitarinnar koma á vf.is síðar í dag.