Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitir flykkjast til Suðurnesja
Miðvikudagur 16. maí 2007 kl. 15:22

Björgunarsveitir flykkjast til Suðurnesja

Einhverjum íbúum Reykjanesbæjar mun eflaust bregða í brún á föstudaginn þegar björgunarsveitir af öllu landinu flykkjast til bæjarins.
Til að fólk haldi nú ekki að um stórútkall sér að ræða vegna náttúruhamfara eða stórslysa, þá skal það upplýst hér að landsþing Landsbjargar fer fram um helgina í Reykjanesbæ.

Landsþing Landsbjargar eru jafnan mjög fjölmenn og er búist við að um 450 manns sæki þingið að þessu sinni, að sögn Sigurðar B. Magnússonar hjá Björgunarsveitinni Suðurnes, sem sér um skipulagninguna. Þingið verður stendur yfir í tvo daga og lýkur á laugardagskvöldið með árshátíð.

Á meðal stærri dagskrárliða má nefna svokallaða björgunarleika, þar sem nokkrar sveitir reyna á með sér í hinum ýmsu verkefnum sem ætlað er að reyna á útsjónarsemi og þolgæði þátttakenda.

Einnig verður ýmislegt á dagskrá fyrir almenning laugardaginn, m.a. þrautabraut Útivistarskólans við Duus hús. Þá verður skólaskipið Sæbjörg til sýnis við Keflavíkurbryggju og boðið verður í skemmtisiglingu kl. 15:15 á laugardaginn. Brúðuleikhúsið verður með sýningu kl. 16 í Duus. Nánari dagskrá má sjá á vef Landsbjargar, www. landsbjorg.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024