Björgunarsveitir af Suðurnesjum leita nakins fjallgöngumanns
Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið kallaðar út til að aðstoða við leit að fjallgöngumanni sem sást nakinn í hlíðum Esjunnar fyrr í dag. Leitin er umfangsmikil en hefur ekki borið árangur ennþá.
Kona sem var að koma niður hlíðar fjallsins í dag mætti nöktum karlmanni á þrítugsaldri. Björgunarsveitir hafa fundið fatnað mannsins og skilríki og einnig er bifreið hans fundin.