Föstudagur 26. febrúar 2010 kl. 11:32
Björgunarsveitir á Suðurnesjum í 270 verkefnum í gær
Mikið annríki var hjá björgunarsveitunum á Suðurnesjum í gær en sveitirnar á Suðurnesjum leystu 270 verkefni og hjálparbeiðnir. Flest snérust verkefnin um bíla sem voru fastir í snjó víðsvegar um Suðurnes.
Einnig sáu björgunarsveitir um að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu.