Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitin Þorbjörn í sérstæðu útkalli
Miðvikudagur 9. júní 2010 kl. 13:46

Björgunarsveitin Þorbjörn í sérstæðu útkalli


Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í gærkvöld eftir að rútubílstjóri nokkur kom auga á kind sem tekist hafði að koma sér í sjálfheldu með lamb sitt í Krísuvíkurbjargi. Björgunarsveitarmennirnir náðu ánni niður ásamt lambinu og beittu til þess sigvaði með þeim hætti að björgunarsveitarmaður klæðist sigbelti sem fest er í bíl sem bakkar, en bílstjórinn er í beinu talstöðvarsambandi við sigmanninn sem stjórnar hraðanum.

Þetta er að sögn Boga Adolfssonar hjá Þorbirni gert til þess að björgunarmaðurinn geti haft báðar hendur lausar til að ná kindinni, ólíkt hinu hefðbundna sigi þegar aðeins önnur höndin er laus.

Bogi segir við mbl.is að þetta sennilega í fyrsta skipti sem björgunarsveitin Þorbjörn þarf að bjarga kindum í sjálfheldu, en engu að síður séu björgunarsveitirnar þaulæfðar fyrir aðstæður af öllu tagi og björgunaraðgerð sem þessi sé í raun fín æfing í leiðinni.

Ljósmynd/elg - Frá Krýsuvíkurbergi.


Frétt af www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024