Björgunarsveitin Þorbjörn 60 ára: Hefur bjargað 232 mannslífum úr sjávarháska
Um þessar mundir eru 60 ár frá því að björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var stofnuð. Að því tilefni hafa verið hátíðarhöld hjá sveitinni um helgina, m.a. var menningar- og sögutengd ganga um Þórkötlustaðanes, opið hús fyrir almenning, söguganga þar sem skoðaðir voru þekktir s og veisla þar sem eldri félagar sveitarinnar voru heiðraðir. Björgunarsveitinni bárust margar góðar gjafir við þessi tímamót og skrifað var undir samning við Grindavíkurbæ um áframhaldandi stuðning við sveitina.
Björgunarsveitin Þorbjörn er ein af best útbúnu sjóbjörgunarsveitum landsins og hefur hún kappkostað að þjálfa upp menn og koma upp tækjum í samræmi við það. Árangur hennar er í samræmi við það en hún hefur frá stofnun bjargað 232 mannslífum úr sjávarháska. Hún er einnig öflug á öðrum sviðum björgunarstarfs. Sl. ár hefur sveitin verið kölluð út að meðaltali 38 sinnum á ári.
Mynd: Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík og Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar, skrifa undir samstarfssamning.
Björgunarsveitin Þorbjörn er ein af best útbúnu sjóbjörgunarsveitum landsins og hefur hún kappkostað að þjálfa upp menn og koma upp tækjum í samræmi við það. Árangur hennar er í samræmi við það en hún hefur frá stofnun bjargað 232 mannslífum úr sjávarháska. Hún er einnig öflug á öðrum sviðum björgunarstarfs. Sl. ár hefur sveitin verið kölluð út að meðaltali 38 sinnum á ári.
Mynd: Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík og Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar, skrifa undir samstarfssamning.