Björgunarsveitin Suðurnes og KSK í samstarf
Bjarni Rúnar Rafnsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, og Skúli Skúlason, formaður Kaupfélags Suðurnesja, undirrituðu í dag samstarfssamning milli KSK og björgunarsveitarinnar í tilefni af 70 ára afmæli KSK á árinu.
Inntak samningsins er að félagsmenn og velunnarar sveitarinnar eru hvattir til að skrá sig fyrir tryggðarkorti á ksk.is. Tryggðarkortið gildir í verslunum Samkaupa hf, svo sem Nettó, Samkaup úrval, Samkaup strax og Kaskó en handhafar tryggðarkortsins fá afsláttarkjör í verslunum félagsins.
Björgunarsveitin fær fjárstyrk á móti. KSK fagnar 70 ára afmæli á árinu 2015.