Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitin Suðurnes í björgunaraðgerð við gosstöðvarnar
Miðvikudagur 7. apríl 2010 kl. 08:39

Björgunarsveitin Suðurnes í björgunaraðgerð við gosstöðvarnar

Björgunarsveitin Suðurnes er meðal þeirra björgunarsveita sem tekið hafa þátt í gæslu við eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Félagar í björgunarsveitinni hlúðu m.a. að manni á áttræðisaldri sem slasaðist illa á öxl og bjuggu hann undir flug með þyrlu ofan af Fimmvörðuhálsi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kostnaður björgunarsveita vegna gæslu við eldgosið á Fimmvörðuhálsi um helgina nemur hundruðum þúsunda króna, segir framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Morgunblaðinu í dag.

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra er nú að fara yfir þann kostnað sem lagt hefur verið út fyrir síðan gosið hófst en til stendur að ríkið komi til móts við björgunarsveitirnar vegna útgjaldanna.


Þótt björgunarsveitarmenn vinni í sjálfboðastarfi fylgir störfum þeirra mikill kostnaður, m.a. vegna eldsneytisnotkunar og tækjabúnaðar.


Eldgosið hefur nú staðið í rúmar tvær vikur en það gæti allt eins staðið mánuðum saman og ljóst er að björgunarsveitir geta ekki staðið vaktina endalaust með sama hætti.


Sýslumaðurinn á Hvolsvelli segir að það sé aðeins mikill minnihluti ferðafólks sem hafi sýnt dómgreindarskort og björgunarsveitir því þurft að stöðva það. Langflestir ferðalangar sýni skynsemi og séu vel búnir m.v. aðstæður. Stöðug gæsla ætti því ekki að vera nauðsyn til langframa, segir í frétt Morgunblaðsins.


Myndir frá Björgunarsveitinni Suðurnes.