Björgunarsveitin Suðurnes fær fjarskiptabúnað að gjöf
Kvennasveitin Dagbjörg færði Björgunarsveitinni Suðurnes fjarskiptabúnað að verðmæti rúmlega 170 þúsund krónur að gjöf á dögunum. Var búnaðurinn keyptur fyrir fé sem kvennasveitin aflaði með köku- og kaffisölu á Ljósanótt.Að sögn Gunnars Stefánssonar formanns Björgunarsveitarinnar Suðurnes kemur búnaðurinn sér afar vel fyrir sveitina. „Það er afar mikill styrkur fyrir björgunarsveitina að kvennasveitin skuli styðja við bakið á sveitinni, því þessi stuðningur skiptir miklu máli,“ sagði Gunnar í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Sigurður Magnússon varaformaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes tekur við gjafabréfi frá Erlu Björk Sigurðardóttir frá Kvennasveitinni Dagbjörg.






