Björgunarsveitin Suðurnes fær fjarskiptabúnað að gjöf
Kvennasveitin Dagbjörg færði Björgunarsveitinni Suðurnes fjarskiptabúnað að verðmæti rúmlega 170 þúsund krónur að gjöf á dögunum. Var búnaðurinn keyptur fyrir fé sem kvennasveitin aflaði með köku- og kaffisölu á Ljósanótt.
Að sögn Gunnars Stefánssonar formanns Björgunarsveitarinnar Suðurnes kemur búnaðurinn sér afar vel fyrir sveitina. „Það er afar mikill styrkur fyrir björgunarsveitina að kvennasveitin skuli styðja við bakið á sveitinni, því þessi stuðningur skiptir miklu máli,“ sagði Gunnar í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Sigurður Magnússon varaformaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes tekur við gjafabréfi frá Erlu Björk Sigurðardóttir frá Kvennasveitinni Dagbjörg.
Að sögn Gunnars Stefánssonar formanns Björgunarsveitarinnar Suðurnes kemur búnaðurinn sér afar vel fyrir sveitina. „Það er afar mikill styrkur fyrir björgunarsveitina að kvennasveitin skuli styðja við bakið á sveitinni, því þessi stuðningur skiptir miklu máli,“ sagði Gunnar í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Sigurður Magnússon varaformaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes tekur við gjafabréfi frá Erlu Björk Sigurðardóttir frá Kvennasveitinni Dagbjörg.