Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitin Suðurnes bjargar fólki í slæmu veðri að Fjallabaki
Fimmtudagur 6. ágúst 2009 kl. 12:57

Björgunarsveitin Suðurnes bjargar fólki í slæmu veðri að Fjallabaki

Björgunarsveitin Suðurnes, sem er við hálendisgæslu að Fjallabaki, hafði í nógu að snúast í gær og í nótt þar sem veður var afar slæmt. Í Landmannalaugum fuku stór tjöld og þurfti að flytja fólk í skjól í Landmannahelli og aðra skála á svæðinu, m.a. gisti fólk á salernishúsum í Landmannalaugum. Einnig þurfti að sækja tvo meidda göngumenn, annan við Ljótapoll og hinn við Hrafntinnusker. Jepplingi var bjargað úr ánni í Landmannalaugum. Björgunarsveitir sóttu einnig erlenda ferðamenn í bíl sem voru stopp á Herðubreiðarhálsi þar sem þeir þorðu ekki að aka lengra vegna veðursins sem þar var.

Mikil úrkoma hefur veriðað Fjallabaki og miklir vatnavextir í ám. Syðri Ófæra er nú sem beljandi fljót og ber nafn með rentu.

Slysavarnafélagið Landsbjörg beinir þeim tilmælum til ferðalanga að gæta ítrustu varkárni þegar ferðast er að Fjallabaki, sérstaklega þegar fara þarf yfir óbrúaðar ár og læki. Litlir lækir eru orðnir illfærir, jafnvel þokkalega búnum jeppabifreiðum.

Þegar þetta er skrifað eru björgunarsveitir að bjarga erlendu ferðafólki sem situr fast í bifreið í Hólmsá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024