Björgunarsveitin Skyggnir festi þak á húsi í Vogum
Félagar úr Björgunarsveitinni Skyggni í Vogum voru kallaðir út í morgun til að festa niður þak á húsi við Hafnargötu í bænum. Mikill vindur var víðast hvar á landinu í morgun en hann hefur hægt núna eftir hádegi.