Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitin í Grindavík kölluð út vegna neyðarsendingar
Þriðjudagur 14. september 2004 kl. 09:32

Björgunarsveitin í Grindavík kölluð út vegna neyðarsendingar

Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík var kölluð út um áttaleytið í gærkvöldi til að miða út neyðarsendingar sem Tilkynningarskyldunni barst.

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var sent af stað til að miða út sendingarnar auk þess sem björgunarsveitarmenn í landi reyndu að staðsetja neyðarkallið. Samkvæmt mbl.is er hægt að heyra í neyðarsendi með útvarpstæki ef sendirinn er mjög nálægt.

Útreikningar björgunarsveitamanna beindust að höfninni í Grindavík og bendir slíkt til þess að sendir í gúmmíbjörgunarbát eða neyðarbauju hafi bilað og sent frá sér neyðarboðið.

Mörg skip voru í höfninni eins og gefur að skilja og hefur leitin að viðkomandi sendi eflaust tekið tímann sinn.

Þetta útkall er það 6. í röðinni vegna atvika á sjó sem björgunarsveitin Þorbjörn sinnir á þremur vikum.

Heimild: mbl.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024