Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitarmenn bundu niður fjúkandi þak
Mánudagur 7. nóvember 2011 kl. 17:25

Björgunarsveitarmenn bundu niður fjúkandi þak

Björgunarsveitarmenn í Björgunarsveitinni Ægi í Garði hafa komið böndum á húsþak sem var að fjúka í Garði í dag. Fjölmargar þakplötur voru lausar á húsinu. Það var lögreglan á Suðurnesjum sem kallaði til björgunarsveitina sem kom með þungar festingar á svæðið og síðan var köðlum kastað yfir þakið og það bundið niður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá fjarlægðu björgunarsveitarmenn lausar þakplötur en slæmu veðri er spáð í kvöld og nótt og mikil hætta á að plöturnar geti valdið tjóni fjúki þær af stað.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi í Garði nú rétt fyrir ljósaskiptin.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Það er ljóst að þakið á þessu húsi er ónýtt. Björgunarsveitarmenn voru að hemja sama þak í desember í fyrra.