Björgunarsveitarbíll í sjúkraflutningum
Óvenju margir sjúkraflutningar til Reykjavíkur í dag.
Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum í dag. Hjá Lögreglunni á Suðurnesjum fengust þær upplýsingar að vegna óvenju margra sjúkraflutninga var einn af bílum Björgunarsveitarinnar Suðurnes fenginn til að flytja sjúkling til Reykjavíkur. Engin slys eða óhöpp hafa þó orðið vegna ófærðarinnar.