Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveitamenn af Suðurnesjum leita Sri Rhamawati
Þriðjudagur 27. júlí 2004 kl. 14:53

Björgunarsveitamenn af Suðurnesjum leita Sri Rhamawati

Björgunarsveitamenn af Suðurnesjum munu í dag klukkan 17.00 taka þátt í leitinni að Sri Rahmawati. Sri hefur verið saknað síðan 4. júlí og í kjölfarið hefur fyrrum sambýlismaður hennar verið hnepptur í gæsluvarðhald.

Einn bíll og fimm til sex björgunarsveitamenn af Suðurnesjum taka þátt í leitinni í dag. Leitað verður í um 25 kílómetra radíus út frá Reykjavík. Svokölluð slóðaleit verður gerð en þá er leitað á öllum götuslóðum, gjótum og fáförnum vegum sem kunna að finnast innan leitarsvæðisins.
„Björgunarsveitirnar munu hittast í stjórnstöð í Reykjavík þar sem leitarsvæðinu er skipt niður í hluta. Enginn hundur verður með í för sökum hve langt er síðan Sri hvarf,“ sagði Gunnar Stefánsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes í samtali við Víkurfréttir í dag.

Björgunarsveitin Suðurnes tók fyrir skömmu þátt í leitinni að Eiríki Erni Stefánssyni sem fannst látinn í Grafarvogi skammt frá sjúkrahúsinu Vogi. Í þeirri leit var kafari á vegum sveitarinnar og aðstoðarmenn með honum.

VF-mynd/ úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024