Björgunarsveit kölluð út vegna vélarvana báts
Báturinn Tjaldanes GK varð vélarvana í um þriggja mílna fjarlægð út frá Þórsnesi skammt frá Grindavík í gærkvöldi. Lögreglu var tilkynnt um atvikið og voru björgunarsveitir sendar á staðinn.
Skipstjóra bátsins, sem er 240 tonn að stærð, tókst hins vegar að koma honum aftur í gang og sigldi til hafnar í Grindavík. Orsökin var sprenging í húsi smurolíudælu. Níu manns eru í áhöfn og sakaði engan.
Séð yfir Grindavíkurhöfn
Skipstjóra bátsins, sem er 240 tonn að stærð, tókst hins vegar að koma honum aftur í gang og sigldi til hafnar í Grindavík. Orsökin var sprenging í húsi smurolíudælu. Níu manns eru í áhöfn og sakaði engan.
Séð yfir Grindavíkurhöfn