Björgunarsveit kölluð út vegna veðurofsa í Grindavík
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út rétt fyrir klukkan tólf í dag þar sem þak var farið að losna af verslunarhúsnæði í bænum sökum veðurofsa en austsuðaustan 26-33 m/s er nú í Grindavík.
Samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar réð smiður, sem var kominn á vettvang til að reyna hemja þakið, ekki við það og því voru björgunarsveitarmenn kallaðir út honum til aðstoðar. Þeir náðu síðan að festa það, sem var byrjað að losna, um klukkan eitt í dag segir á vef mbl.is.
Samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar réð smiður, sem var kominn á vettvang til að reyna hemja þakið, ekki við það og því voru björgunarsveitarmenn kallaðir út honum til aðstoðar. Þeir náðu síðan að festa það, sem var byrjað að losna, um klukkan eitt í dag segir á vef mbl.is.