Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveit kölluð út vegna veðurofsa
Sunnudagur 7. ágúst 2005 kl. 14:15

Björgunarsveit kölluð út vegna veðurofsa

Björgunarsveitin Suðurnes  hefur staðið í ströngu síðan í morgun vegna veðurofsans sem hefur ríkt í Reykjanesbæ.

Fyrsta útkallið barst frá Höfnum þar sem stórt veislutjald var að fjúka. Þegar björgunarsveit kom á vettvang var lögreglan þegar mætt og átti í miklum erfiðleikum með tjaldið. Sagði Gunnar Stefánsson formaður björgunarsveitarinnar að með samstilltu átaki hafi þó tekist að taka tjaldið saman, en það var talsvert skemmt.

Eftir það hóf björgunarsveitin í að hemja þakplötur og trampólín sem fuku víða um bæinn.

Vilja forsvarsmenn björgunarsveitarinnar koma þeim skilaboðum áleiðis að bæjarbúar hugi að trampólínum og öðru lauslegu þar sem haustið fer að nálgast með versnandi veðri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024