Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveit kölluð út vegna óveðurs
Mánudagur 7. nóvember 2011 kl. 15:42

Björgunarsveit kölluð út vegna óveðurs

Björgunarsveitin Ægir í Garði hefur verið kölluð út vegna veðurs. Þakjárn er að losna af íbúðarhúsinu Vík í Garði og hefur lögregla óskað eftir aðstoð við að festa niður þakjárnið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björgunarsveitarmenn í Garðinum hafa áður komið böndum á þakið á Vík, því í desember í fyrra mætti fjölmennt björgunarlið á staðinn til að festa niður þakið, sem nú er aftur laust.

Myndir: Frá útkalli að húsinu Vík í desember í fyrra. VF-myndir: Hilmar Bragi