Björgunarsveit kölluð út til að losa bifreið úr snjó
Talsverð ófærð var á Suðurnesjum í nótt og þá sérstaklega í Grindavík. Lögreglumenn þurftu að aðstoða nokkra ökumenn þar sem þeir höfðu fest bifreiðar sínar í snjóskafli. Auk þess þurfti að kalla út björgunarsveitina Sigurvon til að aðstoða ökumann sem hafði fest bifreið sína í Sandgerði.
Fyrir utan það var lítið að frétta hjá lögreglu í nótt, en þó var einn fluttur í fangageymslur í nótt vegna ölvunar á almannafæri.
Fyrir utan það var lítið að frétta hjá lögreglu í nótt, en þó var einn fluttur í fangageymslur í nótt vegna ölvunar á almannafæri.