Þriðjudagur 9. október 2001 kl. 09:47
Björgunarsveit kölluð út í nótt
Lögreglan í Keflavík kallaði til aðstoðar Björgunarsveitarinnar Suðurnes til að hemja lauslega hluti sem voru að fjúka frá nýbyggingu í Njarðvík í nótt.Mjög hvasst var á Suðurnesjum í nótt og mikið vatnsveður. Ekki er vitað um annað tjón í veðrinu.