Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Björgunarsveit í eldvarnaátaki
Sunnudagur 26. desember 2010 kl. 15:14

Björgunarsveit í eldvarnaátaki

Björgunarsveitin Ægir í Garði stendur fyrir eldvarnaátaki um þessar mundir í samstarfi við Eldvarnir Grindavíkur, sem er viðurkennd slökkvitækjaþjónusta. Er einstaklingum og fyrirtækjum boðin þjónusta við að láta yfirfara slökkvitæki. Þá hefur Björgunarsveitin Ægir einnig til sölu reykskynjara, rafhlöður fyrir reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi.


Þeir sem vilja nýta sér þjónustu Björgunarsveitarinnar Ægis geta hringt í síma 862 9800 eftir kl. 19:00. Félagar úr björgunarsveitinni koma þá heim að dyrum og sækja slökkvitæki sem þarf að yfirfara og koma svo tækjunum aftur heim að dyrum þegar þau hafa verið yfirfarin. Öll vinna við tækin er unnin af fagaðilum. Einnig er komið með búnað sem er til sölu í heimahús sé þess óskað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Endurnýja þarf rafhlöður í reykskynjurum árlega og slökkvitæki á heimilum þarf að yfirfara á 3ja ára fresti.


Björgunarsveitin Ægir býður þessa þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki í Garði en velunnarar sveitarinnar úr öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum eru einnig hvattir til að nýta sér þjónustuna. Þá verður þessi þjónusta áfram í boði og miðast ekki eingöngu við jólin. Hins vegar huga margir að eldvörnum fyrir jólin, enda sá árstími þar sem mikið er um kertaljós og skreytingar sem geta orðið eldi að bráð.