Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarsveit heftir fok í Grindavík
Sunnudagur 10. desember 2006 kl. 00:16

Björgunarsveit heftir fok í Grindavík

Björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík höfðu nóg að gera í kvöld við að hefta fok í bænum. Strax upp úr  kl. 19 í kvöld byrjuðu útköll að berast sveitinni vegna foks. Meðal annars þurftu björgunarmenn að hemja fiskikör sem voru tekin að fjúka við Grindavíkurhöfn. Þá voru þakplötur að losna af bílskúr í Þórkötlustaðarhverfi, skammt utan við Grindavík.

Mynd: Björgunarsveitarmenn bjarga fiskikörum við Grindavíkurhöfn í kvöld. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024