Björgunarsveit fylgdi nemendum í skólann í Reykjanesbæ
Björgunarsveitarfólk úr Björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ tók á móti nemendum við Akurskóla í Reykjanesbæ í morgun og fylgdi þeim inn í skólann. Rokið var svo mikið á skólalóðinni að þar var varla stætt. Því brugðu björgunarsveitarmenn á það ráð að taka á móti börnunum sem komu í skólann í morgunn og fylgja þeim inn úr vonda veðrinu.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson