Björgunarsveit aðstoðar lögreglu
Björgunarsveitin Suðurnes hefur aðstoðað lögreglu nú í morgun við að draga upp bíla sem eru fastir í ófærð. Mjög blint varð á Reykjanesbraut fyrr í morgun og höfnuðu nokkrir bílar utan vegar vegna þess.
Þá varð árekstur á Reykjanesbraut á Vogastapa. Minniháttar tjón varð á bílum en nokkar umferðartafir urðu á meðan bílunum var komið út fyrir veg.
Að sögn lögreglu hefur verið nokkur erill þar á bæ í morgun vegna þess veðurs sem nú gengur yfir Suðurnes.