Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Björgunarskipið endaði uppi í fjöru
Þriðjudagur 8. nóvember 2011 kl. 10:07

Björgunarskipið endaði uppi í fjöru

Björgunarskipið Jón Oddgeir slitnaði upp í óveðri í Njarðvíkurhöfn í morgun. Skipið rak upp í grjótgarð í höfninni þar sem það hefur nú verið skorðað fast. Búist er við að björgunarskipið náist út aftur síðdegis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Landfestar björgunarskipsins voru kannaðar og treystar í nótt. Á flóðinu í morgun var mikill veðurhamur í höfninni og slitnuðu landfestarnar og skipið rak strax upp í grýtta fjöruna. Þar skorðaði skipið sig en böndum var þegar komið á það svo það myndi ekki velta þegar fjaraði út.


Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum stendur skipið í grjótinu ofarlega í grjótgarðinum. Að sögn Kára Viðars Rúnarssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Suðurnes, virðist skipið vera óskemmt eftir svaðilför morgunsins.


Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við Njarðvíkurhöfn í birtingu í morgun.