Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Björgunarmenn úr Grindavík heiðraðir
Laugardagur 17. apríl 2004 kl. 18:41

Björgunarmenn úr Grindavík heiðraðir

Þrír félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, fengu í dag afhent afreksmerki hins íslenska lýðveldis fyrir björgunarafrek í janúar síðastliðnum, þegar skipverjum af Sigurvini GK-61 var bjargað við innsiglinguna í Grindavík. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti björgunarsveitarmönnunum afreksmerkið á sérstakri hátíð sem staðið hefur yfir í íþróttamiðstöð Grindavíkur vegna 30 ára afmælis kaupstaðarréttinda Grindavíkur í dag. Við sama tækifæri var Björgunarsveitinni Þorbirni afhent ein milljón króna til tækjakaupa.

Myndin: Björgunarmennirnir eru þeir Vilhjálmur Lárusson, Björn Andrésson og Hlynur Helgason sem sjást hér ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024