Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgunarmenn Kúrsk vilja bjarga flaki Guðrúnar Gísladóttur KE af hafsbotni
Fimmtudagur 20. júní 2002 kl. 18:18

Björgunarmenn Kúrsk vilja bjarga flaki Guðrúnar Gísladóttur KE af hafsbotni

Hollenska björgunarfélagið Smith Salvage, sem þekktast er fyrir að hafa lyft rússneska kafbátnum Kúrsk af hafsbotni hefur sýnt því áhuga að lyfta flaki Guðrúnar Gísladóttur af hafsbotni. Mengunarvarnir Noregs vilja láta fjarlægja mengandi efni úr skipinu.
Dirk J. Osinga hjá hollenska björgunarfélaginu segir það tæknilega mögulegt að lyfta skipinu af hafsbotni. Þannig bjargaði fyrirtækið nýverið skipi af 80 metra dýpi undan ströndum Skotlands. Ekki hefur verið gefið upp hvað svona björgunaraðgerð mun kosta.
Guðrún Gísladóttir KE 15 liggur á um 40 metra dýpi um 3,8 kílómetra frá bænum Ballstad í Norður Noregi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024