Björgunarfólk úr Reykjanesbæ á hamfarasvæðum á Suðurlandi
Á annan tug björgunarsveitarmanna frá Björgunarsveitinni Suðurnes eru að störfum á hamfarasvæðum á Suðurlandi. Björgunarsveitin Suðurnes hefur sett upp tjöld á nokkrum stöðum en stór upphituð sjúkratjöld sveitarinnar nýtast vel á fjöldahjálparstöð á Selfossi. Björgunarsveitarfólkið úr Reykjanesbæ hefur haft í nógu að snúast en. Fólk gisti m.a. í tjöldum sveitarinnar síðustu nótt. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar unnið var að því að koma upp fjöldahjálparstöðinni á Selfossi.