Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgun smyrils
Þriðjudagur 3. janúar 2006 kl. 17:50

Björgun smyrils

Ungur smyrill varð fyrir því óláni um daginn að setjast á netadræsur í Sandgerði og fyrir vikið festi hann sig og fékk sjálfum sér ekki bjargað. Lánið lék þó við smyrilinn því maður nokkur sá til hans og kom honum til bjargar. Var fuglinn færður í Fræðasetrið í Sandgerði til aðhlynningar.

Að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar, líffræðings hjá Náttúrustofu Reykjaness, amaði ekkert að fuglinum og hafði hann nægan fituforða. Áður en fuglinum var sleppt var hann merktur með stálhring frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Smyrillinn var frelsinu feginn en að sögn Reynis Sveinssonar voru lætin í fuglinum gífurleg er hann tjáði óánægju sína með dvölina í Fræðasetrinu þó hún hefði bjargað lífi hans.

Myndir/ Reynir Sveinsson


 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024