Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgun Guðrúnar Gísladóttur KE tefst enn
Þriðjudagur 5. ágúst 2003 kl. 08:09

Björgun Guðrúnar Gísladóttur KE tefst enn

Björgun Guðrúnar Gísladóttur tefst um nokkra daga í kjölfar þess að vírar í einn af tönkunum sem nota á til að rétta skipið við á hafsbotni slitnuðu um miðjan dag á sunnudag. Haukur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Íshúss Njarðvíkur og eigandi skipsins, segir í Morgunblaðinu í dag að óhappið tefji björgunaraðgerðir um nokkra daga en panta þurfti nýja víra frá Noregi og þess sé beðið að þeir komi á björgunarstað með skipi frá seljanda.

Aðgerðum hafði miðað vel áfram fram að því að óhappið varð. Haukur segist búast við því að aðgerðir geti hafist aftur í dag ef allt gangi eftir og að frekari frétta af björgunaraðgerðum sé að vænta næstu daga.

Morgunblaðið greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024