Björgun Guðrúnar Gísla lýkur í september
Haft er eftir Hauki Guðmundssyni forsvarsmanni Íshúss Njarðvíkur í Fréttablaðinu í dag að björgun Guðrúnar Gísladóttur í Noregi ljúki í mánuðinum. Í frétt Fréttablaðsins er haft eftir Hauki að fréttir Ríkisútvarpsins í gær hafi komið honum á óvart þar sem greint var frá því að þeir sem væru að vinna að björgun skipsins væru komnir í þrot. Haukur segir að nú standi yfir samningaviðræður við einn af eigendum Selöy um að ljúka verkinu og að þeim viðræðum ljúki væntanlega í dag.Haukur segir að vissulega hafi peningaleysi sett strik í reikninginn. Hann segist þó mjög bjartsýnn á að samningar takist og að verkinu verði lokið í þessum mánuði. Guðrún Gísladóttir sökk undan ströndum Norður Noregs 18. júní í fyrra. Björgunaraðgerðir hófust í desember og hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun upp á 131 milljón króna. Haukur segir að líklega standi kostnaðurinn einhvers staðar í kringum 200 milljónir í dag.
Aðspurður um líklegt söluverð segir Haukur: „Ég held að enginn viti það. Menn eru að tala um allt frá 400 milljónum upp í 800 milljónir króna. Ég held að menn verði sæmilega sáttir ef það fæst fyrir kostnaði. Þetta átti ekki vera nein gullnáma. Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt að reyna að eiga við þetta,“ sagði Haukur í samtali við Fréttablaðið.
Aðspurður um líklegt söluverð segir Haukur: „Ég held að enginn viti það. Menn eru að tala um allt frá 400 milljónum upp í 800 milljónir króna. Ég held að menn verði sæmilega sáttir ef það fæst fyrir kostnaði. Þetta átti ekki vera nein gullnáma. Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt að reyna að eiga við þetta,“ sagði Haukur í samtali við Fréttablaðið.