Björguðu skútu og áhöfn undan Grindavíkur
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason úr Grindavík kom með erlenda skútu, sem varð vélarvana og með ónýtt segl til Grindavíkur í nótt.
Þegar björgunarskipið kom á þann stað í gærkvöldi sem talið var að skútan væri var hana hvergi að sjá. Í ljós kom að hana hafði rekið töluverða leið. Því tók það björgunarskipið lengri tíma en áætlað var að komast á staðinn. Búðið var að koma taug í skútuna um 22:15. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarskipinu eru allir skipverjar heilir en algerlega úrvinda.