Fimmtudagur 21. júlí 2011 kl. 09:41
Björguðu báti undan Krísuvíkurbjargi
Björgunarskip Landsbjargar frá Grindavík sótti í gækvöldi lítinn handfærabát sem varð vélvana undan Krísuvíkurbjargi, eftir að vélin í honum bilaði. Báturinn var þó ekki hættulega nálægt landi og gekk leiðangurinn með besta móti.