Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Björgin hlaut Frumkvæðisverðlaun Geðhjálpar
Mánudagur 12. október 2009 kl. 14:20

Björgin hlaut Frumkvæðisverðlaun Geðhjálpar

Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja hlaut frumkvæðisverðlaun Geðhjálpar fyrir að sinna með framsýnum hætti valdeflingu geðfatlaðra og fyrir að hjálpa fólki að finna leiðir til að auka lífsgæði sín. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum og metnaður þeirra í verkefninu er að mati stjórnar Geðhjálpar til fyrirmyndar og eftirbreytni. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti sl. föstudag, en þau eru veitt fyrir nýjungar í þjónustu við geðsjúka og úrræði sem eru til þess fallin að efla geðheilsu. Að þessu sinni runnu verðlaunin til þriggja aðila.

Norðlingaskóli í Reykjavík hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi forvarnarstarf með einstaklingsmiðuðu námi sem miðar að því að styðja nemendur í að finna og nýta styrkleika sína og hæfileika sem best.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg hlaut frumkvæðisverðlaun Geðhjálpar vegna ötuls starfs að Straumhvarfaverkefninu – Nýjum búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða.

Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður í Björginni sagði við þetta tækifæri að viðurkenning sem þessi væri mikil hvatning fyrir notendur, fagfólk, og ekki síst samfélagið í heild til að halda áfram uppbyggingu á geðheillbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. „Það góða starf sem unnist hefur í þessum málaflokki hér má meðal annars þakka góðu samstarfi allra sem að málaflokknum snúa. Pólitískur velvilji og samstarf sveitafélagana hér hefur styrkt starfsemina mikið“. Þá sagði hún að á Suðurnesjum ríki mikil samstaða um það að slík þjónusta sé veitt í heimabyggð.





Mynd: Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður í Björginni og Sigursteinn Másson frá Geðhjálp.