Bjóðast til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar að Fitjum á 18 mánuðum
- á sömu verðum og verkið er unnið í dag, sem er um 60% af kostnaðaráætlun
Forsvarsmönnum Áhugahóps um örugga Reykjanesbraut hefur verið tjáð að verktakafyrirtækin sem vinna við tvöföldun brautarinnar, Háfell, Jarðvélar og Eykt, séu tilbúin að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar að Fitjum í Njarðvík á átján mánuðum. Jafnframt segjast fyrirtækin tilbúin að vinna verkið á grundvelli sömu einingarverða og þeir vinna nú eftir en sem kunnugt er hljóðaði tilboð fyrirtækjanna þriggja upp á um 60% af kostnaðaráætlun.Í bréfi sem sent hefur verið til áhugahópsins kemur m.a. eftirfarandi fram: „Vegna góðrar framvindu í verkefninu Reykjanesbraut, Breikkun, vilja verktakarnir Háfell, Jarðvélar og Eykt gera verkkaupa og ráðmönnum eftirfarandi tilboð.
Verktakarnir bjóðast til að vinna aðra 12 km af Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur og sjá þar með um að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. Verktakarnir eru tilbúnir að vinna á grundvelli fyrirliggjandi einingaverða sem þykja mjög hagstæð í dag og næstu misseri. Verktakarnir treysta sér til að ná fram hagkvæmni í verkinu með réttri samsetningu vinnuvéla og þjálfuðu vinnuafli. Á grundvelli þess hve vel hefur tekist til í samsetningu véla og mannahalds treysta verktakar sér til að bjóða verkkaupa svo hagstæðan samning. Til að ljúka framlengingu þessari sem meðal annars felur í sér byggingu 2 gatnamóta með tilheyrandi brúarsmíði telja verktakar sig þurfa um 18 mánaða viðbótar verktíma sem inniheldur þar á meðal 2 vetur alls 8 mánuði á viðbótarverktímanum.
Það eru verktökum þessum mikið metnaðarmál að leggja sitt af mörkum í eflingu samgangna og að bæta öryggi borgara í umferðinni. Þess vegna er það mönnum kapps mál að tryggja verkefni þessu hraða framgöngu okkur, Reyknesingum og öðrum vegfarendum til heilla“.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri, hefur farið fyrir Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut. Hann segir það mjög ánægjulegt að sjá áhuga verktakanna á að klára verkið til fulls. Hann tekur undir þau sjónarmið verktakanna að verkinu þurfi að ljúka sem fyrst, m.a. vegna tíðra slysa sem eru staðreynd. Þá segir Steinþór að hér sé á ferðinni ótrúlega hagstætt tilboð. „Við teljum þetta óformlega tilboð sem við erum beðnir um að koma á framfæri eigi eftir að auðvelda stjórnvöldum eftirleikinn og ég mun á næstu dögum koma þessum upplýsingum til samgönguráðherra og funda með honum um málefnið,“ sagði Steinþór Jónsson í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Vegagerðin setur upp skilti sem segir til um framkvæmdirnar á Reykjanesbraut.
Forsvarsmönnum Áhugahóps um örugga Reykjanesbraut hefur verið tjáð að verktakafyrirtækin sem vinna við tvöföldun brautarinnar, Háfell, Jarðvélar og Eykt, séu tilbúin að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar að Fitjum í Njarðvík á átján mánuðum. Jafnframt segjast fyrirtækin tilbúin að vinna verkið á grundvelli sömu einingarverða og þeir vinna nú eftir en sem kunnugt er hljóðaði tilboð fyrirtækjanna þriggja upp á um 60% af kostnaðaráætlun.Í bréfi sem sent hefur verið til áhugahópsins kemur m.a. eftirfarandi fram: „Vegna góðrar framvindu í verkefninu Reykjanesbraut, Breikkun, vilja verktakarnir Háfell, Jarðvélar og Eykt gera verkkaupa og ráðmönnum eftirfarandi tilboð.
Verktakarnir bjóðast til að vinna aðra 12 km af Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur og sjá þar með um að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. Verktakarnir eru tilbúnir að vinna á grundvelli fyrirliggjandi einingaverða sem þykja mjög hagstæð í dag og næstu misseri. Verktakarnir treysta sér til að ná fram hagkvæmni í verkinu með réttri samsetningu vinnuvéla og þjálfuðu vinnuafli. Á grundvelli þess hve vel hefur tekist til í samsetningu véla og mannahalds treysta verktakar sér til að bjóða verkkaupa svo hagstæðan samning. Til að ljúka framlengingu þessari sem meðal annars felur í sér byggingu 2 gatnamóta með tilheyrandi brúarsmíði telja verktakar sig þurfa um 18 mánaða viðbótar verktíma sem inniheldur þar á meðal 2 vetur alls 8 mánuði á viðbótarverktímanum.
Það eru verktökum þessum mikið metnaðarmál að leggja sitt af mörkum í eflingu samgangna og að bæta öryggi borgara í umferðinni. Þess vegna er það mönnum kapps mál að tryggja verkefni þessu hraða framgöngu okkur, Reyknesingum og öðrum vegfarendum til heilla“.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri, hefur farið fyrir Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut. Hann segir það mjög ánægjulegt að sjá áhuga verktakanna á að klára verkið til fulls. Hann tekur undir þau sjónarmið verktakanna að verkinu þurfi að ljúka sem fyrst, m.a. vegna tíðra slysa sem eru staðreynd. Þá segir Steinþór að hér sé á ferðinni ótrúlega hagstætt tilboð. „Við teljum þetta óformlega tilboð sem við erum beðnir um að koma á framfæri eigi eftir að auðvelda stjórnvöldum eftirleikinn og ég mun á næstu dögum koma þessum upplýsingum til samgönguráðherra og funda með honum um málefnið,“ sagði Steinþór Jónsson í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Vegagerðin setur upp skilti sem segir til um framkvæmdirnar á Reykjanesbraut.