Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Bjóðast til að gefa sveitarfélaginu diktafón
Miðvikudagur 16. mars 2011 kl. 09:22

Bjóðast til að gefa sveitarfélaginu diktafón

Tekist var á um nútímatækni á bæjarstjórnarfundi í Garði í liðinni viku. Þar var tekin fyrir tillaga frá N-listanum um hljóðritun bæjarstjórnarfunda. Tillagan kom fram fyrir nokkrum vikum síðan og þá var bent á að ekki væri gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun ársins 2011 og tillagan því felld með fjórum atkvæðum meirihlutans.

Í framhaldinu bauðst L-listinn, sem á mann í minnihlutanum í bæjarstjórn, til að gefa Sveitarfélaginu Garði diktafón til að taka upp fundi bæjarstjórnar svo allir sem áhuga hafa á að hlusta á gamla bæjarráðsfundi geti flett þeim upp á heimasíðu bæjarins. Þá kom fram tillaga frá L-listanum um að taka upp hljóð á síma að loknum bæjarstjórnarfundi, til að heyra að lítill upptökubúnaður er fullkomlega nothæfur í svo litlu fundarherbergi, sem fundarsalur bæjarstjórnar er. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans sem svaraði tillögu L-listans á eftirfarandi hátt: „Fulltrúar D-lista vilja koma upp hljóðritun og vinnslu hljóðritunar um leið og heimasíða Garðs verður uppfærð og umsjónarmaður ráðinn með síðunni“.

Búnaður til að taka upp talað mál á fundum í stafrænum útvarpsgæðum kostar um 150.000 krónur.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024