Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bjóða út viðgerðir á skemmdum eftir febrúarveðrið 2020
Skemmdir eftir febrúarveðrið í fyrra voru vel sýnilegar á Ægisgötunni í Keflavík. Stórgrýti úr varnargarðinum skolaðist langt upp á land. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 28. janúar 2021 kl. 06:52

Bjóða út viðgerðir á skemmdum eftir febrúarveðrið 2020

Skjólgarðar við hafnarmannvirki Reykjaneshafnar skemmdust í miklu óveðri sem gekk yfir landið þann 14. febrúar 2020. Útboðsgögn vegna fyrirhugaðs útboðs á viðgerðum vegna skemmdanna voru lögð fram á síðasta fundi hafnarstjórnar Reykjaneshafnar.

Bæjarbúar muna eflaust flestir eftir því tjóni sem varð við Ægisgötuna í Keflavík þegar stórgrýti skolaði langt upp á land í óveðrinu. Varnargarður við Njarðvíkurhöfn skemmdist einnig í þessu veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti fyrirliggjandi útboðsgögn á fundinum og heimilar að farið sé í útboð á grundvelli þeirra og var það samþykkt samhljóða.