Bjóða lóð undir frystigeymslur í Helguvík
Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar hafa samþykkt að fela framkvæmdastjóra og formanni að hafa samband við hagsmunaðila og bjóða lóð undir aðstöðu fyrir frystigeymslu í Helguvík.
Reykjanesbær tók á dögunum þátt í hafnasambandsþingi á Ólafsfirði þar sem m.a. Samherji hf. var með erindi um frystigeymsluþörfina í dag. Samherjamenn eiga því von á því að Reykjanesbær bjóði þeim lóð í Helguvík.