Bjóða 205 starfsmönnum nýjan ráðningarsamning
– Flugfélög skoða að fjölga flugferðum til Keflavíkurflugvallar
Flugfélög sem eru í viðskiptum við Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hafa sýnt því áhuga að fjölga ferðum til Íslands. Þetta kemur fram í samtali við Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri félagsins, á mbl.is í dag. Nú er verið vinna við að bjóða aftur 205 starfsmönnum Airport Associates, af þeim 315 sem sagt var upp í síðustu viku, nýjan ráðningarsamning.
Hjá Airport Associates starfa í dag um 400 manns. „Það er gjörbreyttur vinnutími og vaktir og í því felst að margir fá boð um minna starfshlutfall,“ segir Sigþór á mbl.is og bætir við að með því að minnka starfshlutfall gefist þeim kostur á að bjóða fleirum að halda starfi sínu. „Með því viljum við minnka höggið,“ segir Sigþór.